Enski boltinn

Mourinho: Aldrei heyrt svona lítil læti á Anfield

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
„Þetta eru ekki úrslitin sem við óskuðum okkur en þetta eru engu að síður jákvæð úrslit. Þessi úrslit komu í veg fyrir að einn af okkar andstæðingum fengi þrjú stig á heimavelli,“ sagði Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, eftir markalausa jafnteflið gegn Liverpool í kvöld.

„Þetta var erfiður leikur fyrir bæði lið en á löngum köflum var leikurinn erfiðari fyrir þá en okkur. Við stýrðum leiknum. Ekki bara taktískt heldur líka stemningunni. Ég hef aldrei heyrt svona lítil læti á Anfield og það kom mér á óvart. Þetta var því jákvætt að mörgu leyti.“

Portúgalinn var bæði með Fellaini og Young í liðinu sem kom mörgum á óvart.

„Ef þið greinið leikinn þá sjáið þið af hverju ég gerði það. Við stýrðum leiknum. De Gea varði vissulega tvisvar frábærlega en þau færi voru úr samhengi við gang leiksins.

„Viðbrögð áhorfenda voru stöðug vonbrigði. Fólk átti von á því að við yrðum í miklum vandræðum hérna en svo var nú alls ekki. Mínu liði leið alltaf vel en það vantaði upp á að vera beittari í sóknarleiknum.

„Aðrir andstæðingar okkar eiga léttari leiki um þessar mundir og það er mikilvægt fyrir okkur að vera nálægt þeim. Okkar tækifæri til að vinna fimm leiki í röð mun koma síðar.“

Það helsta úr leiknum má sjá í spilaranum að ofan.


Tengdar fréttir

Henderson: Við erum pirraðir

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ekkert allt of sáttur við markalausa jafnteflið gegn Man. Utd í kvöld.

Markalaust á Anfield

Liverpool og Man. Utd buðu ekki til neinnar markaveislu á Anfield í kvöld. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×