Enski boltinn

Mourinho: Æfðum með níu leikmenn og markmann

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að leikmenn sínir hafi æft með aðeins tíu leikmenn inn á þessa vikuna til þess að undirbúa liðið betur undir að verjast manni færri.

Vannst titillinn á síðasta tímabili að stórum hluta á sterkum varnarleik Chelsea liðsins en í fyrstu þremur leikjum liðsins á þessu tímabili hefur liðið fengið á sig sjö mörk. Fékk liðið aðeins fjórtán mörk á sig á fyrstu leiktíð Mourinho með liðið.

Mourinho furðaði sig á að lið sitt væri búið að fá tvö rauð spjöld og tvo víti dæmd á sig í aðeins þremur leikjum.

„Það er ekki eðlilegt að eftir aðeins þrjá leiki er búið að dæma á liðið þitt tvær vítaspyrnur og að þurfa tvisvar að spila með tíu leikmenn. Við æfðum þessa vikuna með níu útileikmenn og markmann.“

Chelsea er aðeins með fjögur stig af níu en Mourinho er ekki farinn að stressa sig.

„Þrátt fyrir að þetta sé engin óskastaða erum við búnir að spila einn leik á heimavelli og tvo á útivelli og fengum úr því fjögur stig. Önnur lið eiga eftir að tapa stigum svo við erum ekki að stressa okkur of mikið að vera fimm stigum eftir á.“



Hvað á þetta að þýða??? er eflaust það sem Mourinho er að öskra þarna.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×