Fótbolti

Mourinho, Ronaldo og fleiri ásakaðir um að svíkjast undan skatti

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mourinho ræðir við Ronaldo er hann stýrði Real Madrid.
Mourinho ræðir við Ronaldo er hann stýrði Real Madrid. Vísir/getty
Þýski miðillinn Der Spiegel birtir í dag grein sem segir frá því að Cristiano Ronaldo, Jose Mourinho, Mesut Özil og fleiri heimsþekktir knattspyrnumenn séu meðal leikmanna sem komi fram í skjölum um leikmenn sem notist við skattskjól til að fela auðæfi sín.

Tólf fjölmiðlar víðsvegar um heiminn hafa unnið í þessu máli undanfarnar vikur en fjölmiðlarnir eru alls með 18,6 milljónir skjala sér til rökstuðnings.

Kemur nafn umboðsmanns Ronaldo og Mourinho, Jorge Mendes, ítrekað fyrir í skjölunum en honum er gefið að sök að hafa aðstoðað skjólstæðinga sína að fela auðæfi sín víðsvegar um heiminn í ýmsum skattaskjólum.

Er sagt að Ronaldo hafi millifært 63,5 milljónir evrra til bresku Jómfrúeyjanna árið 2014 ellefu dögum áður en sett voru ný lög um skatt á Spáni.

Rannsóknin hefur tekið alls sjö mánuði en rúmlega sextíu blaðamenn víðsvegar um Evrópu tóku þátt í rannsókninni.

Gestifute, umboðsskrifstofa Jorge Mendes, hefur hafnað þessum ásökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×