Mötuneytinu lokađ vegna ömurlegrar umgengni nemenda

 
Innlent
13:23 11. FEBRÚAR 2016
Kristinn hefur lokađ mötuneytinu á morgun og á föstudaginn og vonar ađ ţađ verđi vendipunktur í umgengni.
Kristinn hefur lokađ mötuneytinu á morgun og á föstudaginn og vonar ađ ţađ verđi vendipunktur í umgengni.
skrifar

Kristinn Þorsteinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, hefur sent frá sér tilkynningu til nemenda og forráðamanna við skólann. Þar kemur fram að ákveðið hafi verið að loka mötuneyti skólans.

„Eins og mörg ykkar vita erum við í vanda með umgengni í skólanum og eru rekstraraðilar mötuneytisins að gefast upp vegna umgengninnar. Þeir grípa nú til þess ráðs í samráði við skólann að loka mötuneytinu á morgun fimmtudag og föstudaginn 12. febrúar. Því verður enginn matur til sölu þessa daga né hafragrautur á boðstólum,“ segir í bréfi Kristins.

Skólameistarinn er ómyrkur í máli: „Þetta er auðvitað leiðinlegt og leysir engin vandamál til lengdar. Því beinum við því til nemenda, foreldra og starfsmanna að hjálpa okkur að bæta umgengnina í skólanum. Auðvitað er það svo að fjölmargir ganga vel um en betur má ef duga skal. Látum þessa tvo daga sem er lokað í mötuneytinu verða að vendipunkti í umgengni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Mötuneytinu lokađ vegna ömurlegrar umgengni nemenda
Fara efst