Innlent

Mötuneyti nemenda í Hlíðaskóla lokað vegna músagangs

Atli Ísleifsson skrifar
Greiðslur vegna mataráskriftar falla niður þá daga sem eldhúsið verður lokað.
Greiðslur vegna mataráskriftar falla niður þá daga sem eldhúsið verður lokað. Vísir
Skólastjórnendur Hlíðaskóla í Reykjavík hafa tekið þá ákvörðun að loka mötuneyti nemenda skólans um óákveðinn tíma vegna músagangs.

Í tölvupósti sem barst til foreldra nemenda við skólann um miðjan dag segir að fara þurfi gaumgæfilega yfir alla skólabygginguna vegna þessa.

„Af heilbrigðisástæðum þarf sérstaklega að skoða eldhús og matsal. Við biðjum ykkur að senda börn ykkar með hádegisnesti á meðan að málið er skoðað þar sem engin matseld fer fram að sinni.

Vonum að þetta mál leysist hratt og vel og upplýsum ykkur með tölvupósti þegar starfsemi hefst í eldhúsi á ný. Rétt er að taka fram að greiðslur vegna mataráskriftar falla niður þá daga sem eldhúsið verður lokað,“ segir í póstinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×