Viðskipti erlent

Motorola gengið inn í Lenovo

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Tæknifyrirtækið Motorola varð í dag formlega hluti af Lenovo, eftir margra mánaða samruna. Lenovo keypti Motorola í febrúar fyrir 2,91 milljarða dala, eða um 350 milljarða króna. Vörumerkið Motorola mun þó ekki heyra sögunni til.

Google hafði keypt fyrirtækið árið 2012 á 12,5 milljarða dala, en á þeim tíma vildi Google komast yfir einkaleyfi fyrirtækisins. Motorola tapaði gífurlegum fjármunum á meðan það var í eigu Google samkvæmt The Verge.

„Google mun áfram eiga meirihluta einkaleyfa Motorola en við munum hafa aðgang að þeim,“ segir Lenovo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×