Lífið

Mótmæltu heimilisofbeldi: Lágu kylliflatar á rauða dreglinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mótmælin voru mjög vel heppnuð.
Mótmælin voru mjög vel heppnuð. vísir/getty
Yfir hundrað femínistar ruddust inn á rauða dregilinn þegar myndin Suffragette var frumsýnd við Leicester-torg í London í gærkvöldi.

Konurnar lögðust allar á dregilinn og varð að bera þær í burtu en allt var þetta hluti af mótmælum þeirra gegn heimilisofbeldi.

Myndin var frumsýnd í Odeon kvikmyndahúsinu í miðborg London. Hópurinn kallar sig Sisters Uncut og vildu þær koma skilaboðunum „baráttunni er hvergi nærri lokið“ á framfæri.

„Ég gleðst bara yfir því að þessi kvikmynd sé að hafa einhver áhrif,“ sagði Helena Bonham Carter, ein af aðal leikkonunum í myndinni við fréttastofu Sky. 

Með aðalhlutverk í myndinni fara þær Helena Bonham Carter, Carey Mulligan og Meryl Streep. Myndin fjallar um upphafið að femínískri bylgju sem reið yfir Bretlandseyjar á sínum tíma.

Hér að neðan má sjá myndband The Guardian frá mótmælunum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×