Fótbolti

Mótmæltu háu miðaverði með klósettpappír

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það tók tíma að þrífa upp eftir stuðningsmenn Bayern.
Það tók tíma að þrífa upp eftir stuðningsmenn Bayern. vísir/getty
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er búið að kæra bæði Arsenal og Bayern vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins á leik liðanna í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Stuðningsmenn Bayern köstuðu inn heilum vörubíl af klósettrúllum inn á völlinn er hann átti að hefjast. Seinkaði því leiknum aðeins.

Með þessu voru stuðningsmenn Bayern að mótmæla háu miðaverði. Þeir mættu einnig vopnaðir borðum eins og sjá má hér að neðan.

Reiður stuðningsmaður Arsenal ruddist svo inn á völlinn í leikslok. Hvort hann vildi fá endurgreitt skal ósagt látið. Hann braut í það minnsta reglur UEFA og Arsenal verður líklega sektað.

Græðgi forráðamanna Arsenal fór ekki vel í stuðningsmenn Bayern.vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×