Erlent

Mótmæli í Burkina Faso: Neyðarástandi lýst yfir og herinn tekið völdin

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Herinn hefur tekið völdin í Afríkuþjóðinni Burkina Faso og neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Ríkisstjórnin hefur verið leyst frá völdum og hefur herinn skipað nýja bráðabirgðastjórn.

Hörð mótmæli hafa geisað í höfuðborginni allri í dag og kveikt var í þinghúsinu og öðrum opinberum stjórnarbyggingum. Mótmælendur krefjast þess að forseti landsins, Blaise Compaore, sem gegnt hefur embættinu í 27 ár segi af sér. Þingið kom saman í morgun til þess að samþykkja ný lög sem gera Compaore kleift að sitja áfram en ekkert varð af atkvæðagreiðslunni vegna mótmælanna.

Lögreglan ræður illa við ástandið og hafa fjölmargir hermenn slegist í lið með mótmælendunum. Í yfirlýsingu sem yfirmaður hersins sendi frá sér í kvöld segir að stefnt væri á að koma á stjórn í samræmi við stjórnarskrá innan við eins árs. Yfirvöld staðfesta að einn hafi látist í átökunum í dag en mótmælendur segja þó að mun fleiri séu látnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×