Erlent

Mótmæli hefjast á nýjan leik í Póllandi

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. mynd/epa
Pólverjar mótmæltu á götum úti í dag vegna nýs frumvarps pólska þingsins sem felur í sér bann við fóstureyðingum á alvarlega sködduðum fóstrum.

Pólska þjóðin mótmælti harkalega í byrjun október vegna fyrirhugaðrar breytingar á fóstureyðingalöggjöf þess efnis að fóstureyðingar yrðu með öllu gerðar ólöglegar. Mótmælin urðu til þess að pólska þingið hætti við breytingarnar.

Sjá einnig: Pólskar konur mótmæltu

Stjórnvöld vilja frekar andvana fæðingar en fóstureyðingar


Samkvæmt BBC hefur stjórnmálaflokkurinn Flokkur laga og réttlætis (PiS), sem er í ríkisstjórn, þegar hafist handa við að semja nýtt frumvarp sem mun leggja bann við fóstureyðingum á fóstrum sem eru haldin alvarlegum fósturskaða, jafnvel þótt fyrirséð sé að fóstrið muni ekki lifa fæðinguna af.

Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi flokksins, sagði í viðtali við pólska miðilinn PAP að sjónarmið flokksins væru þau að jafnvel þótt flest benti til þess að meðgangan muni enda með fósturláti eða andvana fæðingu ættu konur að ekki að binda enda á meðgönguna. Þess í stað skyldu þær fæða barnið til þess að það gæti verið skírt og fengið viðunandi útför.

Þúsundir pólverja mótmæltu fyrirhuguðum lagabreytingum í byrjun október.mynd/epa
Áframhaldandi mótmæli á morgun

Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla á morgun til þess að láta í ljós andstöðu við nýja frumvarpið.

Þess má jafnframt geta að fóstureyðingalöggjöf Pólverja er á með þeim strangari í Evrópu en pólskum konum er aðeins heimilt að binda enda á meðgöngu ef fóstrið ef um alvarlegan fósturskaða er að ræða eða ef heilsu móðurinnar er ógnað. Auk þess er leyfilegt að framkvæma fóstureyðingu ef þungunin er af völdum sifjaspells eða nauðgunar.

Hin umfangsmiklu mótmæli sem fóru fram í Póllandi fyrr í mánuðinum voru innblásin af kvennafrídeginum á Íslandi þann 24. október 1975. Mótmælin sem boðað hefur verið til í Póllandi á morgun ber því upp á kvennafrídaginn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×