Erlent

Mótmælendur gera áhlaup að heimili forsætisráðherra Pakistan

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá mótmælunum.
Frá mótmælunum. Vísir/AFP
Lögregla í Pakistan hefur beitt táragasi gegn stórum hópi mótmælenda sem gerði áhlaup á heimili Nawaz Sharif, forsætisráðherra landsins, í höfuðborginni Islamabad. Um 260 manns, þar á meðal 26 lögreglumenn, eru taldir hafa slasast í átökunum.

Fréttastofa BBC segir að algjört stjórnleysi ríki um þessar mundir á svæðinu og að lögregla hafi handtekið í kringum hundrað manns. Mótmæli hafa staðið yfir í um tvær vikur í landinu. Stuðningsmenn stjórnarandstöðumannsins Imran Khan og klerksins Tahrul Qadri ásaka sitjandi ríkisstjórn um spillingu og fara fram á að hún segi af sér.

Samkvæmt fréttaveitunni AP vill lögregla ekki gefa upp mat sitt á því hversu margir tóku þátt í áhlaupinu á heimili Sharif. Þó skipti fjöldinn sennilega tugum þúsunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×