Erlent

Mótmælendur gera áhlaup á þingið í Búrkína Fasó

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla hefur skotið úr byssum í tilraun til að dreifa mannfjöldanum.
Lögregla hefur skotið úr byssum í tilraun til að dreifa mannfjöldanum. Vísir/AFP
Mikil mótmæli hafa brotist út í Afríkuríkinu Búrkína Fasó vegna fyrirhugaðrar ákvörðunar þings landsins um að breyta stjórnarskránni sem mun heimila Blaise Compaore að sitja lengur í stóli forseta.

Mótmælendur hafa gert áhlaup á þingið í höfuðborginni Ouagadougou og hefur lögregla skotið úr byssum í tilraun til að dreifa mannfjöldanum.

Compaore tók við forsetaembættinu í valdaráni árið 1988 og hefur síðan sigrað í fjórum forsetakosningum. Framkvæmd þeirra allra hefur verið mikið gagnrýnd.

Í frétt BBC segir að stjórnarandstaðan í landinu hafi hvatt almenning til borgaralegrar óhlýðni og krefjast þess að Compaore láti af embætti á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×