Erlent

Mótmælendur brutu rúður og tókust á við lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Um 500 mótmælendur gengu um götur Washington DC og skemmdu.
Um 500 mótmælendur gengu um götur Washington DC og skemmdu. Vestur/AFP
Svartklæddir mótmælendur brutu rúður í byggingum og bílum þegar þau gengu um götur Washington DC til að mótmæla Donald Trump. Hann sór embættiseið sem 45. forseti Bandaríkjanna í dag. Lögregluþjónar í óeirðabúningum dreifðu mótmælendunum með táragasi og hvellsprengjum.

Samkvæmt Reuters fréttaveitunni voru mótmælendurnir um 500 talsins, svartklæddir og með grímur eða klúta fyrir andlitum sínum. Í miðborg Washington DC brutu þau rúður í húsnæði Bank of AmericaMcDonalds og Starbucks. Auk þess skemmdu þau bíla og köstuðu ruslatunnum og dagblaðastöndum á götur borgarinnar.

Þá kom til átaka á milli annarra mótmælenda og lögreglu nærri Hvíta húsinu. Enn einn hópurinn lokaði stærstu aðgönguleiðinni að hátíðarsvæðinu þar sem Trump sór embættiseiðinn. Nokkrir þeirra voru handteknir af lögreglu.

Búist er við því að stærstu mótmælin verði haldin á morgun þar sem búist er við því að um 200 þúsund manns muni mæta. Til stendur að um 28 þúsund manns muni sinna öryggisgæslu á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×