Innlent

Mótmæla tillögu um vegatolla

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Jón Gunnarsson samgönguráðherra
Jón Gunnarsson samgönguráðherra
„Skattlagning á einstakar leiðir gengur gegn jafnræði íbúa,“ segir bæjarráð Árborgar um áform nýs samgönguráðherra, Jóns Gunnarssonar, um vegatolla á tilteknar leiðir á þjóðvegum.

„Bæjarráð Árborgar mótmælir harðlega þeim hugmyndum sem hafa komið fram um að leggja vegatolla á Suðurlandsveg. Bæjarráð bendir á að ríkissjóður hefur umtalsverðar tekjur af bílaeign landsmanna,“ segir í bókun. Ráðherrann segir vegatollana ætlaða til að fjármagna vegaframkvæmdir. Horfir Jón til Reykjanesbrautar, Vesturlandsvegar norður í Borgarnes og Suðurlandsvegar austan Selfoss. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×