Lífið

Mótmæla hryðjuverkaóperu

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Rudy Giuliani hefur áður reynt að loka listsýningum í New York.
Rudy Giuliani hefur áður reynt að loka listsýningum í New York. nordicphotos/getty
Fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, Rudy Giuliani, tók þátt í mótmælum fyrir framan Metropolitan-óperuna í borginni í gær og hélt ræðu.

Tilefni mótmælanna var óperan The Death of Klinghoffer, sem fjallar um morð PLO, Frelsissamtaka Palestínu, á Leon Klinghoffer, amerískum gyðingi.

Þar vestra telja mótmælendur að óperan sé Palestínumönnum of hliðholl og mæli hryðjuverkum bót.

Giuliani, sem hefur áður beitt sér fyrir því að ákveðnum listsýningum í borginni verði lokað, segir að óperan gefi brenglaða mynd af sögunni.

Núverandi borgarstjóri, Bill de Blasio, sagði hins vegar að hann bæri virðingu fyrir málfrelsi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×