Fótbolti

Mótherjum Íslands mistókst að skora gegn Fílabeinsströndinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liðsmynd hjá Ungverjum.
Liðsmynd hjá Ungverjum. vísir/getty
Ungverjar og Fílabeinsströndin gerðu markalaust jafntefli í Búdapest í Ungverjalandi í dag, en Ungverjar undirbúa sig af kappi fyrir EM í Frakklandi í sumar þar sem þeir eru með Íslandi í riðli.

Heimamenn voru mikið meira með boltann og áttu fjórtán skot gegn átta skotum gestana í átt að marki. Þeir náðu hins vegar ekki að skora og niðurstaðan markalaust jafntefli.

Ísland mætir Ungverjalandi í öðrum leiknum í Frakklandi, en leikurinn fer fram í Marseille þann 18. júní.

Liðin eru einnig með Portúgal og Austurríki í riðli, en fyrsti leikur Íslands verður spilaður í Saint-Etienne 14. júní gegn stjörnuprýddu liði Pórtugal.

Ungverjar munu spila einn æfingarleik í viðbót fyrir EM, en þeir mæta Þýskalandi í Gelsenkirchen þann fjórða júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×