Viðskipti innlent

Mótfallin samruna

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sparisjóður Norðurlands.
Sparisjóður Norðurlands. Vísir/Pjetur Sigurðsson
Tryggingasjóður sparisjóða (TS), næststærsti eigandi Sparisjóðs Norðurlands (SN) með 15% hlut, greiddi atkvæði gegn samruna SN og Landsbankans á stofnfjárhafafundi sparisjóðsins þann 11. ágúst síðastliðinn. Þessu greinir DV frá.



Anna Karen Arnarsdóttir, formaður TS og sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, segir í samtali við DV ekki hafi fengið fullnægjandi svör um hvort aðrar leiðir en samruninn hafi verið skoðaðar og því sé TS mótfallinn honum. Því sé nauðsynlegt að kanna hvort forsendur séu til að draga sameiningu sparisjóðsins og Sparisjóðs Bolungarvíkur til baka.

Stjórn SN og bankaráð Landsbankans bíða nú ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um samrunna fyrirtækjanna. Stofnfjáreigendur í SN fá greitt með hlutabréfum í Landsbankanum. Með fyrirvara um áreiðanleikakönnun fær TS þá 89 milljónir króna í sinn hlut. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×