Menning

Mótettukórinn til Spánar

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Mótettukórinn heldur brottfarartónleika á morgun.
Mótettukórinn heldur brottfarartónleika á morgun.
Hádegistónleikar verða í Hallgrímskirkju á morgun, 13. september, klukkan 12 undir yfirskriftinni Brottfarartónleikar með Mótettukórnum.

Kórinn er nefnilega að fara til Spánar nú um miðjan september og syngur meðal annars á tónleikum í dómkirkjunni í Barcelona 19. september og í Santa Susanna-kirkjunni í Girona 21. september.

Jafnframt tekur kórinn þátt í kórakeppni sem haldin er í hinum þekkta strandbæ Lloret de Mar.  

Á efnisskránni eru fjölmargar kórperlur bæði íslenskar og erlendar. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Miðaverð er 2.000 krónur en 1.500 fyrir Listvini Hallgrímskirkju, námsmenn, öryrkja og eldri borgara. Frítt fyrir börn innan 12 ára aldurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×