Handbolti

Mosfellingar lentu í vandræðum gegn ÍR | Úrslit dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leik Aftureldingar fyrr í vetur.
Úr leik Aftureldingar fyrr í vetur. Vísir/Anton
Alls fóru þrír leikir fram í 16-liða úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta í dag en úrvalsdeildarfélögin Afturelding, Fram og Valur tryggðu sér öll sæti í 8-liða úrslitunum.

Mosfellingar lentu þó í töluverðum vandræðum gegn ÍR en Breiðhyltingar leiddu 15-12 í hálfleik áður en topplið Olís-deildarinnar sneri taflinu við og vann nauman sigur 29-26.

Valsmenn lentu sömuleiðis í vandræðum framan af gegn Akureyri U en norðanmenn leiddu í hálfleik á heimavelli 12-11.

Eftir að Valsmenn skelltu í lás í varnarleiknum var sigurinn hinsvegar aldrei í hættu og lauk leiknum með níu marka sigri 26-17.

Fram gerði út um leikinn gegn Fjölni 2 strax í fyrri hálfleik en eftir að hafa leitt með tíu mörkum í hálfleik 18-9 vannst öruggur tíu marka sigur 28-18.

Úrslit dagsins:

Akureyri U 17-26 Valur

Fjölnir 2 18-28 Fram

ÍR 26-29 Afturelding




Fleiri fréttir

Sjá meira


×