Handbolti

Morros: Okkur skorti orkuna og kraftinn

Arnar Björnsson í Katar skrifar
Viran Morros er einn allra sterkasti varnarmaður heimsins.
Viran Morros er einn allra sterkasti varnarmaður heimsins. vísir/afp
Þeir voru daufir í dálkinn Spánverjarnir þegar þeir strunsuðu af velli eftir tapið gegn Pólverja um bronsið.

Joan Canellas var úti að aka í leiknum og skoraði ekki mark. Hann sagði á blaðamannafundi að sjálfur hefði hann leikið illa. Varnarmaðurinn Viran Morros gaf sér þó tíma til að tala við Vísi.

„Þetta eru mikil vonbrigði. Við áttum sigurinn vísan í seinni hálfleik venjulegs leiktíma en við vorum kjánar að halda það.

„Við spiluðum illa bæði í vörn og sókn og í framlengingunni voru þeir einfaldlega betri en við. Ég óska Pólverjum til hamingju með sigurinn en við þurfum bara að halda áfram“.

Þið virkuðuð dauðþreyttir?

„Já við vorum vissulega þreyttir og okkur skorti orkuna og kraftinn bæði í vörn og sókn, vorum of hægir og þetta var ekki góður leikur hjá okkur.“

Hvað með framtíðina, þið náið vopnum ykkar?

„Vonandi, við þurfum að halda áfram og þá kemur þetta ég er viss um það. Ég held að allir í liðinu ætli að halda áfram. Við erum með frábæran hóp og gott lið og komum til með að berjast áfram,“ sagði Morros en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×