Handbolti

Morros: Höfum ekkert unnið enn

Arnar Björnsson skrifar
Spánverjarnir Antonio Garcia og Viran Morros voru vitanlega hæstánægðir með sigur sinna manna á Danmörku í 8-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld.

„Þetta voru tvö lið sem geta spilað frábæran handbolta. Leikurinn endurspeglaði það og áhorfendur nutu þess að horfa á hann,“ sagði Antonio Garcia en hann sagði að leikmenn væru þrátt fyrir allt ekki þreyttir.

„Álaginu var dreift vel á milli leikmanna og það var ekki vandamál fyrir okkur,“ sagði hann en viðtölin má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Ég vona að okkur takist að komast í úrslitaleikinn og ég held að við séum tilbúnir. Næst spilum við gegn Frakklandi við erum tilbúnir að spila vel gegn þeim.“

Viran Morros sagði að vörn spænska liðsins hafi verið frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Hún gaf aðeins eftir í seinni hálfleik. En við erum sterkur hópur og liðsheild og það veitti okkur sjálfstraust.“

„Danmörk er eitt besta lið Evrópu og Mikkel Hansen líklega einn þriggja bestu leikmanna heims. Svona leikir ráðast oft af smáatriðunum og við vorum það heppnir að komast í undanúrslitin. En við höfum ekkert unnið enn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×