Handbolti

Mörkin tólf skiluðu Viggó sæti í liði umferðarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viggó í leik með Gróttu á síðasta tímabili.
Viggó í leik með Gróttu á síðasta tímabili. vísir/vilhelm
Viggó Kristjánsson, leikmaður Randers, var valinn í lið 19. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta fyrir frammistöðu sína gegn Århus í gær.

Viggó skoraði 12 mörk í 30-23 sigri Randers. Hann skoraði níu mörk úr 11 skotum utan af velli og nýtti öll þrjú vítin sín.

Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem Viggó er valinn í lið umferðarinnar. Hann var áður valinn í lið 3. umferðar frammistöðu sína í eins marks tapi fyrir Mors-Thy, 26-27. Viggó skoraði sex mörk í þeim leik.

Seltirningurinn, sem er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku, er alls kominn með 59 mörk á tímabilinu og er næstmarkahæsti leikmaður Randers.

Viggó er þriðji markahæsti Íslendingurinn í dönsku deildinni í vetur. Aðeins Ómar Ingi Magnússon (85) og Vignir Svavarsson (65) hafa skorað fleiri mörk.


Tengdar fréttir

Viggó í liði umferðarinnar

Viggó Kristjánsson, leikmaður Randers, var valinn í lið 3. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta fyrir frammistöðu sína í eins marks tapi, 26-27, fyrir Mors-Thy um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×