Innlent

Morgunblaðið biður umboðsmann Alþingis afsökunar

Heimir Már Pétursson skrifar
Í Reykjavíkurbréfi dagsins er umboðsmaður Alþingis meðal annars skammaður fyrir ummæli um forseta Íslands og hvernig hann talar um andstæðinga Icesave samninganna.
Í Reykjavíkurbréfi dagsins er umboðsmaður Alþingis meðal annars skammaður fyrir ummæli um forseta Íslands og hvernig hann talar um andstæðinga Icesave samninganna. Vísir/Gunnar
Morgunblaðið hefur beðið Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis og lesendur blaðsins afsökunar á að hafa fullyrt í Reykjavíkurbréfi sunnudagsblaðsins að Tryggvi hafi skrifað tiltekið bréf.

Í Reykjavíkurbréfinu, sem alla jafna eru skrifuð af ritstjórum Morgunblaðsins, er farið hörðum orðum um meintar skoðanir umboðsmanns Alþingis í bréfi til Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálafræðings, sem dreift var til fjölmiðla í janúar á þessu ári. Bréfið skrifaði alnafni umboðsmanns Alþingis.

Í Reykjavíkurbréfi er umboðsmaður Alþingis meðal annars skammaður fyrir ummæli um forseta Íslands og hvernig hann talar um andstæðinga Icesave samninganna, en eins og áður sagði skrifaði umboðsmaður Alþings ekki umrætt bréf.

Þá finnur höfundur Reykjavíkurbréfs að því að fréttastofur RÚV og 365 hafi smeykt þessu meinta bréfi eins "æðsta og friðhelgasta embættismanns landsins undir sessuna", eins og það er orðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×