Golf

Mörg góð skor á fyrsta hring í Texas

Kári Örn Hinriksson skrifar
Mickelson er í toppbaráttunni eftir fyrsta hring.
Mickelson er í toppbaráttunni eftir fyrsta hring. Getty
Bandaríkjamaðurinn Scott Piercy er í efsta sæti eftir fyrsta hring á Shell Houston Open en hann gerði sér lítið fyrir og jafnaði vallarmetið á Houston vellinum í Texas.

Piercy lék hringinn á 63 höggum eða níu undir pari, tveimur höggum betur heldur en Alex Cejka og J.B. Holmes sem komu inn á 65 höggum eða sjö höggum undir pari.

Það er þó stutt í næstu menn sem koma á sex höggum undir pari og er Phil Mickelson þar á meðal en hann sýndi og sannaði enn á ný að stutta spilið skiptir öllu máli með því að bjarga sér meistaralega úr erfiðum aðstæðum trekk í trekk.

Skor þátttakenda var mjög gott á fyrsta hring en alls léku 87 kylfingar undir pari og því ættu næstu hringir að vera skemmtilegir áhorfs.

Annar hringur á Shell Houston Open verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×