Erlent

Mörg andlát fyrir mistök

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Flestir deyja úr hjartasjúkdómum og krabbameini.
Flestir deyja úr hjartasjúkdómum og krabbameini. Nordicphotos/AFP
Mistök heilbrigðisstarfsfólks eru nú þriðja algengasta dánarorsökin í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn, sem birt var í læknatímaritinu BMJ í gær.

Hjartasjúkdómar valda flestum dauðsföllum í Bandaríkjunum, eða 614 þúsund á ári, samkvæmt rannsókninni í BMJ.

Næstalgengasta dánarorsökin er svo krabbamein, sem veldur 592 þúsundum dauðsfalla, en þar næst koma mistök lækna og annars starfsfólks á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum með 251 þúsund dauðsfall.

„Þetta snýst um að fólk er að deyja vegna meðferðarinnar, sem það fær, frekar en af völdum sjúkdómsins sem það er að leita meðferðar við,” sagði Martin Makary, prófessor við Johns Hopkins læknaháskólann við bandaríska dagblaðið Washington Post. Makary stjórnaði rannsókninni. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×