Erlent

Morðinu ætlað að draga úr stöðugleika í Rússlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Nemtsov var skotinn fjórum sinnum í bakið af óþekktum árásarmanni í gærkvöldi.
Nemtsov var skotinn fjórum sinnum í bakið af óþekktum árásarmanni í gærkvöldi. Vísir/AFP

Rannsakendur segir að morðinu á rússneska stjórnarandstæðingnum Boris Nemtsov hafi verið að ætlað til að draga úr stöðugleika í landinu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur fordæmt morðið og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar.

Nemtsov var skotinn fjórum sinnum í bakið af óþekktum árásarmanni í bíl þegar hann var á gangi með konu í miðborg Moskvu, skammt frá Kreml-höll í gærkvöldi.

Nemstov hafði fyrr um daginn kallað eftir stuðningi við mótmælagöngu á sunnudag þar sem stríðinu í Úkraínu verður mótmælt.

Nemstov var einn helsti andstæðingur Pútíns forseta, en hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra landsins í stjórnartíð Boris Jeltsín forseta. Nemtsov varð 55 ára gamall.

Rannsóknarteymið segir í yfirlýsingu að ýmsar ástæður geti hafa legið að baki morðinu, þar á meðal „íslömsk öfgastefna“. Ekkert hafi verið útilokað.

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur einnig fordæmt morðið og hvatt rússnesk yfirvöld til að framkvæma tafarlausa, hlutlausa og gagnsæja rannsókn á morðinu.

Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti lýsti Nemstov sem „brú milli Úkraínu og Rússlands“. „Morðingjarnir hafa eyðilagt hana. Þetta var ekki slys,“ segir á Facebook-síðu ríkisstjórnar Pórósjenkó.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×