Fótbolti

Morðingjanum hent aftur í steininn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bruno Fernandes er á leið í grjótið á nýjan leik.
Bruno Fernandes er á leið í grjótið á nýjan leik. vísir/getty
Brasilíski morðinginn og fótboltamarkvörðurinn Bruno Fernandes mun ekki mæta á fótboltavöllinn á næstunni þó svo hann hafi verið búinn að semja við félag.

Hæstiréttur í Brasilíu er nefnilega búinn að henda honum aftur í steininn enda var nóg eftir af 22 ára dómi hans er honum var óvænt sleppt úr tukthúsinu á dögunum.

Fernandes var aðeins búinn að afplána um sjö ár í fangelsi er honum var sleppt á reynslulausn. Í kjölfarið samdi hann við brasilískt 2. deildarlið en Fernandes var áður einn besti markvörður Brasilíu og lék með Flamengo.

Það varð allt brjálað í landinu er honum var sleppt út og ekki minnkaði reiðin er hann fékk samning hjá fótboltaliði.

Fernandes viðurkenndi að hafa skipulagt morðið á fyrrum unnustu sinni sem hann lét hundana sína svo éta til þess að losna við öll sönnunargögn. Hann vildi ekki greiða henni meðlag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×