Erlent

Morðið í Mölndal: Lögregla segir tvo drengi hafa komið í veg fyrir frekari árásir

Atli Ísleifsson skrifar
Alexandra var 22 ára og hafði starfað á heimilinu í Mölndal, skammt frá Gautaborg, í nokkra mánuði.
Alexandra var 22 ára og hafði starfað á heimilinu í Mölndal, skammt frá Gautaborg, í nokkra mánuði. Vísir/AFP
Konan sem stungin var til bana á heimili fyrir unga, munaðarlausa hælisleitendur í Svíþjóð í gær hét Alexandra Mezher.

Hún var 22 ára og hafði starfað á heimilinu í Mölndal, skammt frá Gautaborg, í nokkra mánuði. Árásarmaðurinn er fimmtán ára.

Sænsk lögregla hrósar í dag börnunum sem einnig dvöldu á heimilinu og stöðvuðu árásarmanninn og héldu honum niðri þar til lögregla mætti á staðinn og handtók hann. Er talið að drengirnir tveir, sem héldu árásarmanninum niðri, hafi kom í veg fyrir frekari árásir.

„Þetta var mjög gott inngrip. Við erum þeim mjög þakklátir,“ segir Peter Adlersson, talsmaður lögreglu, í samtali við Expressen. GT greinir frá því að árásarmaðurinn, fimmtán ára drengur, hafi ráðist að öðrum með hníf en mistekist vegna inngrips drengjanna.

Lögreglu barst tilkynning um árásina klukkan 7:46 að staðartíma í gærmorgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×