Lífið

Moonwalk-aði um Ísland og Evrópu - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta er mikill snillingur.
Þetta er mikill snillingur. vísir
Eitt af því sem gerði tónlistarmanninn Michael Jackson heimsfrægan var moonwalk-danssporið hans sem hann sýndi ávallt á tónleikum.

Margir hafa reynt að leika dansinn eftir síðustu áratugi en enginn gerir þetta eins vel og Jackson heitinn.

Travis DeRose er einn af þeim sem elskar að moonwalk-a. Hann sýndi lipra danstakta á ferðalagi sínu um Evrópu. DeRose ákvað að í stað þess að taka venjulegar myndir af sér við fræg kennileiti í Evrópu moonwalkaði hann þess í stað í 13 mismunandi löndum innan álfunnar.

Í myndbandinu byrjar DeRose á Íslandi en hann hefur dansinn í Reykjavík, færir sig yfir í Jökulsárlónið, því næst að heitri laug fyrir vestan og svo við Hverafjall. Að lokum dansar hann við Dynjanda og fyrir framan ísbúðina Valdís. Eftir þetta heldur hann áfram og tæklar Evrópu.



Hér að neðan má sjá afraksturinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×