Viðskipti innlent

Moody´s hækkar lánshæfismat Íslands

Bjarki Ármannsson skrifar
Lánshæfi Íslands hefur verið metið Baa3 síðustu ár.
Lánshæfi Íslands hefur verið metið Baa3 síðustu ár. Vísir/Arnþór
Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s tilkynnti í dag um hækkun á lánshæfismati Ríkissjóðs Íslands. Matið er hækkað úr Baa3, sem er einum flokki frá svokölluðum ruslflokki, í Baa2. Horfur verða áfram stöðugar.

Lánshæfi Íslands hefur verið metið Baa3 síðustu ár. Í fréttatilkynningu frá Moody‘s er þessi ákvörðun um að hækka matið meðal annars sögð byggja á þeim aðgerðum sem hafa verið kynntar um losun fjármagnshafta. Einnig sé matið hækkað vegna væntinga um bætta skuldastöðu Ríkissjóðs á næstu þremur til fjórum árum og bættrar umgjarðar þjóðhags- og eindarvarúðarreglna.

Moody's hefur einnig hækkað landseinkunnina fyrir erlendar skuldir til langs tíma og skamms tíma og innstæður í Baa2/P-2 úr Baa3/P-3 og landseinkunnina fyrir skuldir og innstæður í innlendri mynt í Baa1 úr Baa2. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×