Enski boltinn

Moody segir upp starfi sínu hjá Crystal Palace

Vísir/Getty
Iain Moody sagði upp starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Crystal Palace í dag í ljósi rannsóknar enska knattspyrnusambandins á samskiptum Moody og Malky Mackay, fyrrverandi knattspyrnustjóra Cardiff.

Knattspyrnusambandið rannsakar þessa dagana samskipti þessara tveggja manna þegar þeir störfuðu hjá velska félaginu, Mackay sem knattspyrnustjóri og Moody sem yfirmaður leikmannaleitar(e. head of scouting department) Cardiff.

Í öllum samskiptum þeirra á milli var mikið um hommahatur, kynþáttahatur og niðrandi orð í garð kvenna. Var ísraelska félagið Maccabi Tel Aviv einfaldlega kallað „gyðingarnir“.

Enska knattspyrnusambandið fann á heimili Moody alls 70.000 sms skilaboð ásamt 100.000 tölvupóstum sem hefur verið tekið til skoðunar og hefur Moody sagt starfi sínu lausu í ljósi þessa.


Tengdar fréttir

Enska knattspyrnusambandið rannsakar samskipti Mackay og Moody

The Daily Mail greindi frá því seint í gærkvöldi að Malky Mackay mun ekki taka við liði Crystal Palace eftir að það fundust heldur ósmekkleg skilaboð á milli Mackay og fyrrverandi samstarfsfélaga hans hjá Cardiff, Iain Moody sem innihéldu kynþáttafordóma, hommahatur og niðrandi orð í garð kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×