Lífið

Monty Python ritskoðaðir

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Monty Python-liðar eru svo áhrifamiklir í heimi grínsins að lýsingarorðið "pythonesque“ eða "pythonískt“ var búið til sérstaklega til að lýsa þeirra sérkennilegu tegund af gríni.
Monty Python-liðar eru svo áhrifamiklir í heimi grínsins að lýsingarorðið "pythonesque“ eða "pythonískt“ var búið til sérstaklega til að lýsa þeirra sérkennilegu tegund af gríni.
Kveðjuleiksýning bresku grínistanna Monty Python er nú í rannsókn vegna óheflaðs málfars af Ofcom, eftirlitsstofnun með sjónvarpsiðnaðinum í Bretlandi. Sýningin var sjónvörpuð á stöðinni Gold TV.

Stofnuninni bárust meira en 30 kvartanir vegna „ógeðfellds orðbragðs“ í sýningunni en Eric Idle, meðlimur grínhópsins, lofaði að sýningin yrði „ansi óhefluð og ógeðsleg“. Í Bretlandi má bara sýna efni bannað innan börnum eftir klukkan 9 á kvöldin en samkvæmt talsmanni Ofcom var talið viðeigandi að ritskoða sýninguna þar sem hún hefði verið sýnd í sjónvarpi fyrir klukkan 9.

Margir áhorfendur kvörtuðu undan ritskoðun eftir að einhver blótsyrði voru klippt út úr sýningunni á Gold TV en Ofcom segir að sjónvarpsstöðin hafi ekki klippt út öll blótsyrðin. Þess vegna sé sýningin í rannsókn. „Öllum leyfishöfum okkar er skylt að fara eftir útsendingarreglum okkar, sem gera það skýrt að óheflaðasta málfarið má ekki vera sýnt fyrir klukkan 9 á kvöldin.“

Upptaka af sýningunni var frumsýnd hér á landi í Bíó Paradís 6. ágúst, á svokölluðum Monty Python deginum. Hún verður sýnd til 31. ágúst en sú útgáfa var ekki ritskoðuð.

Ritskoðun í kvikmyndum og sjónvarpi á sér langa sögu í Bretlandi en frægt var á níunda áratugnum þegar fjölmargar kvikmyndir voru bannaðar, aðallega hryllingsmyndir. Voru þessar kvikmyndir kallaðar „video nasties“ í Bretlandi en ritskoðunarherferðin gegn þeim var svo gríðarleg að íslenska kvikmyndaeftirlitið lét einnig slag standa og bannaði þessar hundrað kvikmyndir. Enn eru lög í gildi hér á landi um að „bannað sé að framleiða eða flytja til landsins ofbeldiskvikmyndir“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×