Enski boltinn

Montero og Ki sáu um Stoke

Swansea fagnar.
Swansea fagnar. Vísir/Getty
Swansea vann 2-0 sigur á Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jefferson Montero og Sung-Yeung Ki voru á skotskónum.

Staðan var markalaus í hálfleik, en fyrra markið kom á 75. mínútu. Eftir laglegan undirbúning frá Jonjo Shelvey skallaði Montero boltann í netið.

Marc Wilson, leikmaður Stoke, var svo vikið af velli á 86. mínútu og fjórum mínútum síðar gerði varamaðurinn Sung-Yeung Ki út um leikinn.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Swansea.

Swansea er í áttunda sæti deildarinnar með 53 stig. Fjórum stigum á eftir Southampton sem er í sjöunda. Stoke er í tíunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×