Enski boltinn

Monreal: Notum meiðslin ekki sem afsökun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Monreal í eldlínunni.
Monreal í eldlínunni. Vísir/Getty
Nacho Monreal, varnarmaður Arsenal, segir að liðið muni ekki nota meiðslin sem plaga liðið þessa stundina sem afsökun.

Laurent Koscielny, Mathieu Debuchy, Mesut Ozil, Olivier Giroud, Serge Gnabry og Yaya Sanogo eru allir frá og þeir Aaron Ramsey og Theo Walcott eru að jafna sig af meiðslum.

„Meiðslin eru að hindra okkur, en ef við viljum gera það sem við viljum gera þá þurfa allir að spila sinn besta leik," sagði Spánverjinn.

„Hópurinn er 24 eða 25 leikmenn og við munum ekki nota meiðslin sem afsökun. Meiðslin hindra öll lið, en við höfum ekki haft lukkuna með okkur í liði. Margir af okkar lykilmönnum eru frá og það auðvitað hefur áhrif."

Monreal hefur spilað sem miðvörður undanfarið vegna meiðsla í miðvarðarstöðunum og kann ágætlega við sig þar.

„Ég hef ekki spilað mikið sem miðvörður, ég er vinstri bakvörður, en ég spila þar sem þjálfarinn vill. Ég mun gera mitt besta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×