Enski boltinn

Monk vonar að Gylfi geti spilað næsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Garry Monk vonast til að Gylfi Þór Sigurðsson verði leikfær þegar Swansea-liðið mætir Aston Villa á öðrum degi jóla en íslenski landsliðsmaðurinn missti af síðasta leik.

Gylfi er ekki sá eini sem gæti komið aftur inn í liðið því Monk er einnig bjartsýnn að Leon Britton og Jefferson Montero verði klárir í leikinn.

Swansea vann án þessara þriggja 1-0 sigur á Hull um síðustu helgi en Gylfi fór ekki með liðinu í þann leik.

„Þetta voru bara smávægilega meiðsli. Þetta var að angra Gylfa fyrir Tottenham-leikinn," sagði Garry Monk en Gylfi spilaði allar 90 mínúturnar á móti Tottenham.

Gylfi hefur ekki átt þátt í marki í síðustu fjórum leikjum Swsansea en þar á undan hafði hann komið að 10 af 17 mörkum liðsins.

„Það er mín skoðum að það sé betra að spila mönnum sem eru hundrað prósent heldur en að nota menn sem eru í vafa um að vera leikfærir. Það var ástæðan fyrir því að ég hvíldi þessa þrjá í síðasta leik og sem betur fer gekk það upp," sagði Monk.

Garry Monk lét líka þá Wilfried Bony og Angel Rangel byrja á bekknum í leiknum við Hull og gerði alls sjö breytingar á liðinu sem tapaði á móti Tottenham í leiknum á undan.

„Ég viss vel að fólk myndi setja spurningamerki við þessar breytingar en ég hef trú á öllum leikmannahópnum. Við höfum kannski ekki stærsta leikmannahópinn en við höfðum gæði í okkar liði og allir eru með sitt hlutverk á hreinu," sagði Garry Monk.

„Það verður nóg að gera hjá okkur á næstunni og það væri hreint og beint sjálfsmorð fyrir mig að ætla að nota sömu ellefu menn í öllum þessum leikjum," sagði Monk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×