Enski boltinn

Monk: Unnum fyrir sigrinum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Innilegir stjórarnir fyrir leik
Innilegir stjórarnir fyrir leik Vísir/getty
Gary Monk knattspyrnstjóri Swansea var að vonum ánægður með 1-0 sigurinn á Burnley á heimavelli í dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

„Ég vissi að þetta yrði erfiður leikur. Við stjórnuðum spilinu í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik bjuggumst við við því að þeir myndu reyna allt hvað þeir gætu og það gerðu þeir. En ég verð að hrósa mínum leikmönnum,“ sagið Garry Monk.

„Þú munt leika leiki eins og þennan þar sem þetta snýst um vinnusemina og það var frábært hvernig við vörðumst. Burnley átti eitt skot á rammann.

„Við mættum þeim alls staðar og vörðumst mjög vel. Við getum bætt okkur á vissum sviðum því við sendum boltann ekki eins vel og við getum í seinni hálfleik. Vinnusemin og varnarleikurinn var aftur á móti frábær,“ sagði sáttur Monk.

Sean Dyche knattspyrnustjóri Burnley var ánægður með leik sinna manna í seini hálfleik en hann veit að liðið þarf að fara að ná í stig.

„Það eru vonbrigði að við fengum ekkert út úr leiknum en það var stígandi í okkar leik. Við vorum frábærir í seinni hálfleik,“ sagði Sean Dyche.

„Stundum koma lið upp í deildina og velta fyrir sér hvort þau eigi heima í deildinni. Í fyrri hálfleik sýndum við þeim allt of mikla virðingu en í hálfleik sagði þeim að fara út og tjá sig. Hreyfingin, orkan og viljinn var mjög góður en við þurfum að læra hratt.

„Þú verður að muna hver þú ert og trúa á sjálfan þig. Við vissum að þetta yrði áskorun, og það erfið, en við njótum þess hvernig liðið vinnur. Nú þurfum við að fara að ná í stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×