Erlent

Mongús verst árás fjögurra ljóna

Mongúsinn lætur ekki bjóða sér hvað sem er.
Mongúsinn lætur ekki bjóða sér hvað sem er. MYND/SKJÁSKOT
Myndband af hugrökkum mongús sem stendur uppi í hárinu á fjórum ljónynjum hefur vakið töluverða athygli á netinu eftir að myndband af átökunum rataði á netið nú í september.

Alls hafa rúmlega fjórar milljónir manna horft á myndskeiðið, sem nálgast má hér að neðan, en það var tekið upp árið 2011 þó að það hafi fyrst ratað á netið mánuðinum.

Mongúsinn, sem er rándýr af indverskum uppruna, háir hetjulega baráttu gegn fjórum ljónum sem eru þó öll margfalt stærri en hann sjálfur. Ljónynjurnar eru hver um sig rúmlega 100 kíló en mongúsinn einungis tvö.

Mongúsar eru lítil spendýr sem búa í holum og borða smádýr eins og fugla, skriðdýr, nagdýr, skordýr og orma. Sumir mongúsar eru einnig þekktir fyrir að leggja sér ávexti, hnetur og fræ til munns. Myndskeiðið af átökunum má sjá hér að neðan en það birtist upphaflega hjá Barcroft TV.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×