Fótbolti

Monaco skellti Tottenham á Wembley

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bernando Silva fagnar eftir að hafa komið Monaco í 0-1.
Bernando Silva fagnar eftir að hafa komið Monaco í 0-1. vísir/getty
Tottenham fer illa af stað í Meistaradeild Evrópu en liðið beið lægri hlut, 1-2, fyrir Monaco í E-riðli í kvöld.

Þetta var fyrsti leikur Tottenham í Meistaradeildinni í fimm ár en hann fór fram á Wembley.

Tottenham-mönnum virtist ekki líða alltof vel á þjóðarleikvanginum og eftir hálftíma var staðan orðin 0-2, Monaco í vil.

Bernando Silva kom Frökkunum yfir á 15. mínútu og á þeirri þrítugustuogfyrstu tvöfaldaði varamaðurinn Thomas Lemar forystuna.

Toby Alderweireld hleypti spennu í leikinn þegar hann skallaði hornspyrnu Eriks Lamela í netið á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Tottenham einokaði boltann í seinni hálfleik en skapaði fá færi. Harry Kane fékk það besta en skaut beint á Danijel Subasic í marki Monaco.

Gestirnir héldu út og lönduðu sterkum sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×