Handbolti

Möguleiki á Hafnafjarðarslag í úrslitum bikarsins

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Haukar mæta Aftureldingu.
Haukar mæta Aftureldingu. vísir/anton brink
Haukar og FH drógust ekki saman í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta en dregið var til undanúrslita í karla- og kvennaflokki í hádeginu í dag.

Haukar mæta Aftureldingu og Valur mætir FH en leikirnir fara fram 24. febrúar. Eins og undanfarin ár verður úrslitahelgi með „Final four“-fyrirkomulagi þar sem allir leikirnir fara fram frá fimmtudegi til laugardags.

Valur er ríkjandi bikarmeistari í karlaflokki eftir sigur á Gróttu í fyrra en Valur vann þá Hauka í undanúrslitum. Nú er möguleiki á að fá Hafnafjarðarslag í úrslitaleiknum.

Í kvennaflokki mæta bikarmeistarar Stjörnunnar liði Selfoss í fyrri undanúrslitaleiknum og í hinum eigast við Haukar og Fram.

Fram og Stjarnan eru langefst í Olís-deild kvenna með 25 stig eftir fimmtán umferðir. Haukar eru í þriðja sæti með 16 stig en Selfoss er í næst neðsta sæti með átta stig.

Undanúrslit kvenna, 23. febrúar:

Stjarnan - Selfoss

Haukar - Fram

Undanúrslit karla, 24. febrúar:

Valur - FH

Haukar - Afturelding




Fleiri fréttir

Sjá meira


×