Viðskipti erlent

Möguleikar Hololens virðast endalausir

Samúel Karl Ólason skrifar
Notendur geta stillt forritum upp á veggi á heimili sínum eða látið gluggana fylgja sér.
Notendur geta stillt forritum upp á veggi á heimili sínum eða látið gluggana fylgja sér.
Microsoft kynnti í dag heilmyndagleraugun Hololens og þá möguleika sem gleraugun bjóða upp á. Með sanni má segja að möguleikarnir séu miklir. Hægt er að keyra Windows forrit eins og netvafra og Skype sem heilmyndir og hægt er að horfa á kvikmyndir og myndbönd í lausu lofti.

Gleraugun eru algjörlega snúrulaus og eru í raun sérstakar tölvur og er þeim stýrt með handahreyfingum. Á kynningunni var þó ekkert sagt til um hvenær gleraugun fara í sölu né hvað þau munu kosta.

Microsoft lítur ekki á Hololens sem framtíðina í því að horfa á kvikmyndir eða spila tölvuleiki. Heldur er Hololens framtíð tölvunotkunnar án skjáa.

Hér að neðan má sjá kynningu Microsoft í dag. Í rauninni ætti enginn að sjá heilmyndirnar nema sá sem er með gleraugun, en Microsoft útbjó sérstaka myndavél fyrir kynninguna svo aðrir gætu fylgst með.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×