Innlent

Mögulega flogið beint til Nice

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Það er mikið álag á flugfélaginu Icelandair um þessar mundir
Það er mikið álag á flugfélaginu Icelandair um þessar mundir vísir/vilhelm
„Það er mikið álag hjá okkur núna. Fólk sendir inn tölvupóst, hringir inn og svo leynir áhuginn sér ekki á samfélagsmiðlunum,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en flugfélagið skoðar nú möguleikann á því að bjóða upp á beint flug til Nice í Frakklandi á næstu dögum.

Ísland vann Austurríki 2-1 í leik í París í gær og mætir því Englandi í sextán liða úrslitum í Nice á mánudag.

„Það getur þó reynst erfitt að fara beint til Nice þar sem allar vélarnar okkar eru uppteknar og svo er vel bókað hjá okkur á þessum árstíma,“ segir Guðjón.

Hann segir fjölmarga Íslendinga hafa sett sig í samband við flugfélagið, bæði til að reyna að bóka miða út og til þess að framlengja dvölina ytra. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júní 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×