Viðskipti innlent

Móðurfélag Mint Solution flyst til Hollands

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Tækið passar að sjúklingar fái rétt lyf og í réttu magni.
Tækið passar að sjúklingar fái rétt lyf og í réttu magni.
Nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions hefur lokið fjármögnun upp á 680 milljónir króna. Franskir og hollenskir fjárfestingarsjóðir hafa bæst í hóp hluthafa en Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins á 11% hlut eftir aukninguna.

Fyrirtækið hefur unnið að þróun lyfjagreiningartækis sem gerir hjúkrunarfræðingum kleift að ganga úr skugga um að sjúklingar fái rétt lyf, í réttu magni og á réttum tíma.

Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar mun móðurfélag Mint Solutions flytjast til Hollands og verður sölustarfi stýrt þaðan. Þróunarstarf mun eftir sem áður verða á Íslandi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×