Fótbolti

Modric, Rakitic og Kovacic allir með Króatíu gegn Íslandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luka Modric varð Evrópumeistari með Real Madrid í maí.
Luka Modric varð Evrópumeistari með Real Madrid í maí. vísir/getty
Búið er að tilkynna hópinn hjá króatíska landsliðinu sem mætir því íslenska í næsta leik liðanna í undankeppni HM 2018. Heimir Hallgrímsson tilkynnti íslenska hópinn en allt um það má finna hér.

Króatíska liðið er í 16. sæti heimslista FIFA, fimm sætum fyrir ofan Ísland, en það er gríðarlega vel mannað og þá sérstaklega á miðsvæðinu. Fá lið geta stillt upp jafnsterkri miðju og það króatíska.

Luka Modric og Matteo Kovacic, leikmenn Real Madrid, eru báðir í hópnum sem og Spánarmeistarinn Ivan Rakitic, leikmaður Barcelona. Þá er Mario Mandzukic, framherji Juventus, í hópnum sem og önnur þekkt nöfn á borð við Domagoj Vida, miðvörð, og markvörðinn Danijel Subasic sem leikur með Monaco í Frakklandi.

Ísland og Króatía eru jöfn á toppi riðilsins með sjö stig hvort lið en það lið sem vinnur leikinn verður á toppnum fram yfir áramót þar til kemur að næstu landsleikjum í undankeppninni í mars.


Tengdar fréttir

Góð aðstaða í boði Errea

Íslenska landsliðið mun aðallega undirbúa sig fyrir leikinn stóra gegn Króatíu í Parma á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×