Erlent

Móðir lést eftir að hafa reynt að bjarga dóttur sinni úr klóm tígrisdýrs

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Hræðilegur atburður átti sér stað í Badaling dýragarðinum í Beijing í Kína í gær þegar móðir dó eftir að hafa reynt að bjarga dóttur sinni úr klóm tígrisdýrs. Gestir garðsins geta keyrt í gegnum sérstakt svæði  og skoðað þar í gegnum bílrúður sínar villt dýr sem eru þar á sveimi.

Öryggisgæslu myndband sýnir þegar bíll fjölskyldunnar stoppar og stúlkan fer út úr bílnum og gengur að hinni hlið hans og opnar hurðina hjá föður sínum sem er á bak við stýri. Skyndilega sést tígrisdýr ráðast á hana og draga hana í burtu. Báðir foreldrarnir skjótast þá út úr bílnum til þess að reyna bjarga dóttur sinni. Þau fara bæði úr mynd en þá segja talsmenn dýragarðsins að annað tígrisdýr hafi gert árás á þau og drepið móðurina.

Garðinum hefur verið lokað á meðan á rannsókn málsins stendur.

Myndbandið má sjá hér að ofan en viðkvæmir eru varaðir við áhorf þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×