Sport

Móðir Jones missti fótinn nokkrum dögum fyrir bardaga hans

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jon Jones.
Jon Jones. vísir/getty
Það gekk mikið á hjá Jon Jones í aðdraganda bardaga hans um síðustu helgi.

Hann hafði ekki barist í 15 mánuði, lenti í því að vera handtekinn og svo er heilsa móður hans alls ekki nógu góð.

„Þetta var erfið vika hjá mér og þið vitið í raun ekki hvað var að gerast í einkalífi mínu. Mamma mín er í mjög vondum málum. Hún er að tapa í baráttunni við sykursýki. Annar fóturinn var tekinn af henni í síðustu viku og það hafði mikil áhrif á mig,“ sagði Jones á blaðamannafundi í gær.

„Ég var svo í fangelsi sama mánuð og ég barðist. Ég var að glíma við marga erfiða hluti. Svo hafði ég ekki barist í 15 mánuði og allir eru að tala um hvað ég var lélegur. Ég var laminn tvisvar og vann sannfærandi. Mér leið ekki vel í bardaganum en ég var samt miklu betri.“

Jones er ekki vanur því að tala mikið um móður sína sem heitir Camille Jones. Í fyrra var greint frá því að hún hefði nánast misst alla sjón.

MMA

Tengdar fréttir

Jones og Cormier koma í stað Conor og Diaz

UFC tilkynnti í dag nýjan aðalbardaga fyrir UFC 200 í júlí. Þar með er líklega endanlega ljóst að Conor McGregor og Nate Diaz berjast ekki það kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×