Lífið

Móðir Jane Fonda var misnotuð kynferðislega

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Jane á góðgerðarsamkomunni um helgina.
Jane á góðgerðarsamkomunni um helgina. vísir/getty
Leikkonan Jane Fonda hélt áhrifamikla ræðu á árlegri góðgerðarsamkomu til styrktar Rape Foundation á sunnudag. Rape Foundation rekur meðal annars Rape Treatment Center sem veitir ókeypis meðferð fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Móðir leikkonunnar, Frances Ford Seymour, svipti sig lífi þegar hún var 42ja ára en þá var Jane aðeins tólf ára. Jane segist hafa farið í gegnum læknaskýrslur móður sinnar þegar hún var að skrifa endurminningar sínar. Þá kom í ljós að móðir hennar hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi þegar hún var átta ára.

„Allt passaði um leið og ég las þetta. Ég vissi af hverju hún var lauslát, af hverju hún fór í endalausar lýtaaðgerðir, af hverju hún var haldin sektarkennd, af hverju hún gat ekki elskað og verið náin fólki og ég gat fyrirgefið henni og fyrirgefið sjálfri mér,“ sagði Jane og bætti við að kynferðisofbeldi væri farsótt.

„Ég mun styðja Rape Treatment Center það sem ég á eftir ólifað.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×