Innlent

Móðir dæmd fyrir brot gegn börnum sínum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi.
Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Pjetur
Móðir á Suðurlandi hefur verið dæmd til refsingar fyrir líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum gagnvart börnum sínum tveimur, á heimili þeirra annars vegar og bíl hins vegar, á fjögurra ára tímabili. Þarf hún að greiða börnunum tveimur 200 þúsund krónur annars vegar og 100 þúsund krónur hins vegar í miskabætur. Ákvörðun um refsingu hennar var frestað skilorðsbundið í tvö ár.

Meðal þess sem móðurinni var gefið að sök var að toga í hár og hnakka barna sinna, tekið í eyru, gefið kinnhest og slegið á rass.

Móðirin var ákærð í átta liðum en sýknuð í þremur þeirra. Í einum þeirra sem hún var ákærð fyrir var hún sökuð um að hafa viðhaft ýmist orðbragð en var sýknuð af öllum sökum nema að hafa sagt dóttur sinni að halda kjafti í eitt skipti.

Fyrir rétt var móðirin með ákveðnar skýringar á hegðun sinni og vísað til hegðunar barna sinna, sérstaklega annars þeirra sem hafi verið óviðunandi.

Hafa verður hliðsjón af því að brot hennar beindust að ungum börnum hennar sem bjuggu á heimili hennar og hún bar ábyrgð á. Með þessari háttsemi sinni brást hún því trausti sem börn eiga að bera til móður,“ segir í dómnum. Með hliðsjón af því var ákveðið að skilorðsbinda refsinguna og fellur hún niður að liðnum tveimur árum.

Dóminn í heild má lesa hér.


 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×