Innlent

Móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu: "Það er búið að dæma þessa stráka“

Snærós Sindradóttir skrifar

Lilja Guðný Björnsdóttir, móðir brotaþola í hópnauðgunarmálinu, segir málið hafa tekið gríðarlega á dóttur hennar í viðtali við Ísland í dag. Hún hafi neyðst til að flytja úr borginni og út á land strax í kjölfar málsins.

Mennirnir fimm, skólafélagar dóttur Lilju, voru allir sýknaðir af því að nauðga dóttur hennar á föstudag. Einn var sakfelldur fyrir að taka upp myndband af atvikinu gegn vilja stúlkunnar.

Lilja segir dóminn hafa verið áfall. Dóttir hennar hafi samviskusamlega sagt satt og rétt frá og haldið að það nægði til sakfellingar. Hún segist þó ekki halda að harðar refsingar væru rétt viðbrögð við málinu. Öllu hefði skipt ef mennirnir hefðu játað.

Viðtal við Lilju verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í Íslandi í dag í kvöld.


Tengdar fréttir

Allir sýknaðir af hópnauðgun

Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×