Lífið

Módelin gjöful í Mílanó

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ofurfyrirsætan Heidi Klum var kynnir veislunnar og stal senunni í þessum kjól frá Versace.
Ofurfyrirsætan Heidi Klum var kynnir veislunnar og stal senunni í þessum kjól frá Versace. vísir/getty
amfAR-galaveislan var haldin á tískuvikunni í Mílanó á Ítalíu um helgina.

Rúmlega 150 milljónir króna söfnuðust í veislunni til styrktar rannsóknum á eyðni og létu stjörnurnar sig ekki vanta.

Mikið var um að frægustu konur heims klæddust svörtu og hvítu en í veislunni voru allar helstu fyrirsætur heims saman komnar. 

Fyrirsætan Bar Refaeli mætti í stuttum kjól frá Stellu McCartney og í hælaskóm frá Christian Louboutin.
Ofurfyrirsætan Alessandra Ambrosio geislaði í kjól frá Versace og í hælaskóm frá Stuart Weitzman.
Enska fyrirsætan Poppy Delevingne var mjög smart í rósóttum samfestingi.
Fyrirsætan Toni Garrn sýndi leggina í þessum stutta kjól. Kærastinn hennar, Leonardo DiCaprio, var hvergi sjáanlegur.
Kanadíska súpermódelið Coco Rocha var í einu orði sagt glæsileg í hvítum síðkjól.
Leikkonan Rosario Dawson mætti í afar óhefðbundnum kjól.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×