Fótbolti

Mkhitaryan á ekki afturkvæmt til Dortmund

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henrik Mkhitaryan í leik með Manchester United.
Henrik Mkhitaryan í leik með Manchester United. Vísir/Getty
Hans-Joachim Watzke útilokar að Henrik Mkhitaryan muni einn daginn snúa aftur til Dortmund frá Manchester United, þar sem hann hefur farið rólega af stað.

United keypti Mkhitaryan frá Dortmund fyrir 3,6 milljarða króna í sumar en Armeninn hefur farið rólega af stað. Hann hefur verið í byrjunarliði Jose Mourinho, stjóra United, í aðeins einum deildarleik en þá var hann tekinn af velli í hálfleik.

Sjá einnig: Klopp gegn Mourinho: Ólíkir stjórar á nákvæmlega sömu vegferð

Þeir Shinji Kagawa, Nuri Sahin og Mario Götze sneru allir aftur til Dortmund eftir að hafa átt erfitt uppdráttar hjá þeim félögum sem keyptu þá á sínum tíma.

En Watzke hefur engan áhuga á að fara sömu leið í tilviki Mkhitaryan sem kom að 26 mörkum í 28 leikjum með Dortmund á síðustu leiktíð.

„Leikmenn eiga að hafa vit á því að bera kennsl á í hvaða umhverfi þeir eru að fara í,“ sagði hann.

„Það er mjög skrýtið að yfirgefa lið eftir að það tók þið langan tíma að aðlagast því, loksins þegar það fór að ganga vel.“

Sjá einnig: Scholes veðjar á Liverpool | Hitað upp fyrir leik stórleik dagsins

Eini byrjunarliðsleikur Mkhitaryan í deildinni var í borgarslagnum gegn Manchester City og hefur hann síðan þá ekki komið við sögu í deildarleik.

United mætir Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.00 en upphitun hefst klukkan 18.40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×